Héraðsdómstóll í Jerúsalem synjaði á föstudaginn í tvígang beiðni Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra um að sönnunarfærslu í réttarhöldum hans yrði frestað um tvær vikur. Í fyrra skiptið sem beiðninni var hafnað lýsti dómarinn Rivka Friedman-Feldman því yfir að verjandi Netanjahú, Amit Hadad, hefði ekki lagt fram skýr rök fyrir því að aflýsa sönnunarfærslunni. Nokkrum klukkustundum eftir synjunina sendi Netanjahú aðra frestunarbeiðni og lét fylgja með afrit af tímaáætlun sinni út næstu viku til að rökstyðja nauðsyn þess að fresta réttarhöldunum.Dómstóllinn synjaði seinni beiðninni einnig og vísaði til þess að ekkert í tímaáætlun forsætisráðherrans gæfi tilefni til að fresta réttarhöldunum frekar. Haddad hafði fært rök fyrir því að Netanjahú þyrfti tveggja vikna frest til þess að einbeita