Skipulagsmál hafa tafið úrbætur við Stuðlagil að sögn landeiganda. Tímabærar fallvarnir verða loks settar upp Klausturselsmegin í sumar, en þar hrapaði kona til bana í fyrra. Stuðlagil er vinsælasti ferðamannastaður Austurlands og í ár hafa þegar 77 þúsund manns skoðað þennan töfrastað. Grundarmegin hafa fengist hæstu styrkir úr framkvæmdasjóði til aðgengis og öryggisúrbóta en lítið hefur lagast Klausturselsmegin, hingað til. Nú eru loks fyrstu fallvarnirnar í smíðum á verkstæði MSV á Egilsstöðum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og landeigendur standa að þessu en þeir hafa lengi þurft að horfa upp á hættuna og ekki síður hvernig svæðið hefur troðist niður í svað og gróður eyðilagst.Löngu tímabærar fallvarnir verða settar upp Klausturselsmegin við Stuðlagil í sumar en þar hrapaði kona til