Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Amazon hyggst fjárfesta fyrir 40 milljarða punda í Bretlandi

Netverslunarrisinn Amazon ætlar að fjárfesta fyrir 40 milljarða punda, eða sem samsvarar nærri 6.700 milljörðum króna, í Bretlandi á næstu þremur árum. Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, segir þetta mikinn sigur fyrir Breta og stóra traustsyfirlýsingu í garð landsins. Fjárfestingin sýni að hvergi sé betra að stunda viðskipti en í Bretlandi. Starmer átti nýverið fund með Andy Jassy, forstjóra Amazon.Féð verður meðal annars nýtt til þess að reisa fjórar dreifingarstöðvar í landinu. Áætlað er að þar verði til 4.000 störf. Fyrirtækið hyggst einnig ráðast í endurbætur á kvikmyndaverinu Bray Film Studios, sem það festi kaup á í júlí í fyrra.Hluti fjárfestingarinnar rennur til uppbyggingar gagnavera í Bretlandi. Fyrirtækið tilkynnti í september að það ætlaði að verja 8 milljörðum punda, eða

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta