Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sprenging við norska sendiherrabústaðinn í Ísrael

Handsprengju var kastað inn í garðinn við aðsetur sendiherra Noregs til Ísraels í Herzliya við Tel Avív í dag. „Ég talaði fyrir skömmu við sendiherra Noregs í Ísrael, Per Egil Selvaag, sem varð fyrir því að kúlusprengju var kastað inn í garðinn hans í kvöld,“ skrifaði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) eftir atvikið. „Ég fordæmi alfarið þennan alvarlega og hættulega glæp.“Tuva Bogsnes, upplýsingafulltrúi norska utanríkisráðuneytisins, greindi norska ríkisfjölmiðlinum NRK frá því í tölvupósti að sprenging hefði heyrst fyrir utan sendiherrabústaðinn í Tel Avív. Enginn hafi særst í sprengingunni og ísraelsku lögreglunni hafi verið gert viðvart.„Öryggi starfsfólks okkar er í forgangi hjá okkur,“ skrifaði Bogsnes í tölvupóstinum.Norska sendiráð

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera