Forsætisráðherra sat fyrir svörum á sannkölluðum hitafundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld. Fundurinn var vel sóttur og veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra var í brennidepli.Samfylkingin boðaði til fundarins með bæði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Örnu Láru Jónasdóttur, þingmanni flokksins í Norðvesturkjördæmi. Í auglýsingu sagði: opið samtal, beint og milliliðalaust, kaffi og kruðerí.Fólk krafði forsætisráðherra um svör varðandi útreikninga á hækkun veiðigjalds og möguleg áhrif á samfélagið. Kristrún benti á að mikil vinna hefði verið lögð í gerð frumvarpsins. Breytingartillögur hafi verið gerðar sem komi minni og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum vel.„Ég held að það liggi alveg fyrir að það mun reyna á okkur á þessu kjörtímabili að sýna að við erum traustsins verð