Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sakborningur í Þorlákshafnarmálinu dæmdur fyrir líkamsárás í öðru máli

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni um tvítugt sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2021. Sami maður er ákærður fyrir manndráp í tengslum við annað mál; hið svokallaða Þorlákshafnarmál.Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann fyrir framan veitingastað í Reykjavík í nóvember 2021. Hann áfrýjaði á grundvelli þess að dómari í héraði hafi orðið vanhæfur til að fara með málið.Dómarinn hafi ítrekað reynt að fá hann til að breyta framburði sínum með því að þráspyrja hvort hann þekkti mann sem sást með honum á upptöku sem spiluð var við aðalmeðferð.Í úrskurði Landsréttar segir að dómara hafi verið heimilt að leggja spurningar fyrir bæði ákærða og vitni, og rétt að leita nánari skýringa frá skýrslugjafa. Ekki verði

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera