Það er bæði erfitt og hættulegt fyrir sveltandi íbúa Gaza að verða sér úti um mat. Örvæntingarfullur ungur drengur sem greip í tómt þegar hann reyndi sækja neyðaraðstoð í dag segist þurfa að borða sand í stað brauðs.„Við verðum að borða sand. Við höfum engan mat, engan mat. Okkur vantar hveiti, okkur vantar hveiti! Skammist ykkar! Við höfum engan mat og borðum sand í staðinn fyrir brauð,“ segir drengur sem ætlaði að sækja hveiti, en sneri aftur tómhentur.Örvæntingarfullur ungur drengur sem greip í tómt þegar hann reyndi sækja neyðaraðstoð á Gaza og segist þurfa að borða sand í stað brauðs. Það er bæði erfitt og hættulegt fyrir sveltandi íbúa Gaza að verða sér úti um mat.Alltof lítil neyðaraðstoð berst til sveltandi íbúa Gaza. Og það er bæði erfitt og hættulegt að nálgast hana frá því að ba