Dómsmálaráðherra hefur fengið upplýsingar frá fyrrum sérstökum saksóknara um hvernig farið var með gögn í tíð embættisins. Hún segir gagnaþjófnað sem þennan árás á alla, almenning og kerfið í heild.Dómsmálaráðherra segir gagnastuld vera árás á almenning og kerfið. Sendir gögn frá áður sérstökum saksóknara til eftirlits- og stjórnskipunarnefndar.Í Kastljósi í gær kom fram að viðkvæm trúnaðargögn um starfsmenn Glitnis hefðu verið í fórum njósnafyrirtækisins PPP. Í fréttum okkar í vor kom fram að starfsmenn fyrirtækisins hefðu selt gögn um fólk og fyrirtæki frá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir störfuðu áður.Í kjölfarið fór Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fram á skýringar frá Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara sem áður gegndi starfi sérstaks saksóknara og hefur fen