Markaðssetning á léttara léttvíni frá evrópskum framleiðendum verður gerð auðveldari samkvæmt tillögum sem ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag.Ein af tillögum ráðsins er að framleiðendur geti merkt og markaðssett léttvín með minni vínanda - léttari léttvín, ef svo má segja sem fengju þá sérstakan „low-alcohol“ stimpil.Um sextíu prósent af öllu léttvíni sem framleitt er í heiminum kemur frá meginlandi Evrópu, en sala á léttvíni hefur hins vegar verið að dragast saman á undanförnum árum, meðal annars vegna minnkandi áfengisneyslu yngri kynslóða Evrópubúa.Tillögur ráðherraráðsins miða einnig að því að aðstoða vínframleiðendur vegna áhrifa af loftslagsbreytingum og hjálpa þeim að auglýsa ferðaþjónustu sem tengist víni. Tillögurnar fara núna í meðferð hjá Evrópuþinginu, áður en þær ta