Óformleg samtöl eru hafin milli formanna flokka á Alþingi um afgreiðslu mála þótt ekkert samkomulag sé enn í höfn. Forseti Alþingis gerir ráð fyrir þingfundum út næstu viku og er bjartsýn á að skynsamleg niðurstaða náist um frestun funda. STJÓRNARANDSTAÐAN VILL VÍSA VEIÐIGJALDI FRÁ Önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var framhaldið eftir hádegi í dag.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í atvinnuveganefnd hafa skilað nefndarálitum og vilja að frumvarpinu verði vísað frá. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar í nefndinni styður það. Veiðigjaldið er eitt stærsta málið sem ríkisstjórnin vill klára núna. DELLUKENND UMRÆÐA Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði á Alþingi í dag að umræðan væri orðin dellukennd og það væri ekki nokkur markaður fyrir henni eins og hann komst