Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Netanjahú: „Ísraelar eru að breyta ásýnd heimsins“

Forsætisráðherra Ísraels segir árásir Ísraelshers á Íran geta breytt ásýnd heimsins. Sameinuðu þjóðirnar vara við stigmögnun átaka og skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara í báðum ríkjum.Bandaríkjaforseti segist taka endanlega ákvörðun um beina hernaðaríhlutun á næstu tveimur vikum.Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í ísraelsku ríkissjónvarpi í dag að Ísraelar hefðu eyðilagt rúmlega helming allra eldflaugaskotpalla Írans í árásum síðastliðna viku. Hann sagði líka að Ísrael væri að breyta ásýnd heimsins með árásunum.„Ég sagði að við værum að breyta ásýnd Miðausturlanda og nú segi ég að við séum að breyta ásýnd heimsins,“ sagði Netanjahú í viðtali við sjónvarpsstöðina Kan. Ísraelsher væri fær um að hæfa alla kjarnorkuinnviði Írans en að öll hjálp yrði vel þegin. TRUM

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera