Umhverfisráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, friðlýsti kirkjugarðinn Hólavallagarð við Suðurgötu í Reykjavík í morgun. Hún byggir á tillögu frá Minjastofnun og tekur til garðsins og veggja umhverfis hann – þriggja hektara alls.Byrjað var að jarða í garðinum árið 1838, en núorðið er aðeins grafið í frátekna staði eða duftker í eldri grafir. Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður, segir garðinn meðal merkustu kirkjugarða landsins.„Það má segja að á þessu litla svæði sé sögu 19. aldar í Reykjavík pakkað saman á einn stað. Hér eru helstu nöfnin, hér eru helstu má segja straumar og stefnur í myndlist. Þær birtast hér. Gróðursetning í Reykjavík byrjar hér. Hér er eiginlega upphafið af öllu.“