Húsleitir lögreglu á nokkrum stöðum á landinu í gær leiddu í ljós fíkniefnaframleiðslu. Lögreglan hefur í marga mánuði haft grun um að menn í skipulagðri brotastarfsemi framleiddu fíkniefni víða um land.Fjörtíu lögreglumenn og sérfræðingar frá Lögreglunni á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra undir forystu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra tóku þátt í aðgerðum.Raufarhafnarbúum brá í brún í gærmorgun þegar lögreglumenn á nokkrum lögreglu- og sendibílum ruddust inn í rautt hús við Aðalbraut í bænum. Þar hefur búið einn karlmaður að undanförnu sem látið hefur lítið fyrir sér fara.„Aðgerðir beinast að því að við höfum grun um að aðilar í skipulagðri brotastarfsemi hafi verið að koma sér upp fíkniefnaframleiðslu á nokkrum stöðum á landinu,“ segir Skarphéðinn Aðalsteins