Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Svanapar hreiðrar um sig fyrir utan brúðarsvítu

Líf og fjör er á bökkum Rangár þessa dagana í nágrenni við Hótel Rangá – og ekki bara meðal gesta. Svanahreiður blasir við út um gluggann í brúðarsvítu hótelsins. „Áður en svanaparið fann sér hentugan stað sáum við þau kjaga marga hringi í kringum hótelið, aðallega að nóttu til,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi og hótelstjóri Hótel Rangá.„Eftir að þau ákváðu að búa sér hreiður í hólmanum í tjörninni fóru þau að safna grasi sem þau slíta upp og draga saman með gogginum. Nú er þar kominn stór haugur. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þeim athafna sig við hreiðurgerðina.“  MÖGULEGA AFKOMENDUR GAMALLA FASTAGESTA Óvenjulegt er að svanir verpi svo nálægt mannabústöðum, en að sögn fuglafræðinga sem Friðrik hefur ráðfært sig við er líklegt að parið sé afkomendur svanapars sem hefur árlega

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera