Þrettán Íslendingar eru staddir í Íran og Ísrael og eru í sambandi við utanríkisráðuneytið. Þar af eru níu í Íran þaðan sem ekki eru skipulagðir brottflutningar. Ekkert lát er á árásum á milli ríkjanna tveggja og hafa Ísraelar heitið frekari hefndum en enn er óvíst um þátttöku Bandaríkjanna í hernaðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.