Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bláfugl dæmdur vegna ólöglegra uppsagna

Flugfélagið Bláfugl var í dag dæmt til að greiða tíu fyrrverandi flugmönnum sínum samanlagt 56 milljónir í bætur vegna ólöglegra uppsagna.Í lok árs 2020 sagði félagið upp öllum fastráðnum flugmönnum sínum sem fengu greitt samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Aðrir flugmenn voru ráðnir í þeirra stað sem verktakar.Félagsdómur kvað upp þann dóm 2021 að uppsagnirnar væru ólöglegar. Flugmennirnir kröfðust bóta af Bláfugli og lögðu félagið bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti. Héraðsdómur dæmdi Bláfugl til að greiða flugmönnunum 30 milljónir króna en Landsréttur nær tvöfaldaði upphæðina.Flugvél Bláfugls. Félagið skilaði inn íslensku flugrekstrarleyfi í fyrra og er skráð í Litháen.aðsend mynd

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera