Írskir lögreglumenn eru væntanlegir til landsins í næstu viku til að taka skýrslur af 35 manns vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar.Jón Þröstur hvarf í Dyflinni á Írlandi snemma árs 2019. Ítarlega var fjallað um hvarf hans í hlaðvarpsþáttunum Hvar er Jón? sem framleiddir voru í samvinnu RÚV og írska ríkisútvarpinu RTÉ.Íslensk yfirvöld hafa samþykkt réttarbeiðni sem gerir írsku lögreglunni kleift að rannsaka málið hérlendis. Sá hluti rannsóknarinnar felst í því að taka skýrslur af fólki, alls 35 manns.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liðsinnir írsku lögreglunni. Í tilkynningu lögreglunnar er tekið fram að skýrslutökurnar verði á forræði og undir stjórn íslensku lögreglunnar.Fulltrúar íslensku og írsku lögreglunnar hittu Europol á fundi í Haag í Hollandi í byrjun maí. Þar var ákveðið að íslensk