Nám við Kvikmyndaskóla Íslands heldur áfram í haust. Mennta- og barnamálaráðuneytið hafi lýst yfir vilja til að veita skólanum fjármagn. Þá hefur Menntasjóður námsmanna einnig staðfest lánshæfi skólans.Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars en Rafmennt keypti í kjölfarið allar eigur þrotabúsins og hélt kennslu áfram. 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum í byrjun júní.Skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, Þór Pálsson, staðfesti við fréttastofu að Rafmennt og ráðuneytið hefðu átt í góðum viðræðum um áframhald kvikmyndanáms á Íslandi. Í ljósi þess hafi verið opnað fyrir skráningu nýnema og nemenda sem vilja halda áfram í haust.„Þeir hafa gefið það út að þeir vilji semja við okkur um framhaldið á náminu og við erum alveg í góðu samtali við þá að mega byrja að auglýsa