Andlát manns á sjötugsaldri sem lést í byrjun júní bar ekki að með saknæmum hætti. Þetta er niðurstaða krufningar.Greint var frá því 31. maí að maður væri þungt haldinn eftir stórfellda líkamsárás í Samtúni. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala viku síðar.Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, segir í samtali við fréttastofu að við nánari rannsókn málsins að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.„Það er stundum þannig að við frekari rannsókn að atburðarrás var öðruvísi en talið var í fyrstu,“ segir Elín Agnes.Einn var handtekinn í tengslum við árásina en var sleppt úr haldi og ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.