Víða um land hafa ¡Hola!-skilti skotið upp kollinum við holur í vegum. Sökudólgurinn er Nicolas, sem hefur það markmið að merkja allar holur á Íslandi í samstarfi við Colas Ísland ehf. „Með þessu vonumst við til að vekja athygli á ástandi vega hringinn í kringum landið og hvetja fólk um leið að tilkynna holur sem verða á vegi þeirra,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas.