„Þegar skipið var að koma inn þá vakti það athygli hvað braut mikið á því. Það var óvenjustór aldan framan á skipinu. Þegar það seig nær tókum við eftir því að það var hvalur fastur á stefninu,“ segir Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður í viðtali við Rúnar Snæ Reynisson fréttamann.Hvalshræ uppgötvaðist á stefni Norrænu þegar hún kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Talið er að skipið hafi siglt á hvalinn um klukkan sjö í morgun.Grípa þurfti til ýmissa ráða til að losa hnúfubak af stefni ferjunnar Norrænu þegar hún kom til Seyðisfjarðar í morgun.Rúnar segir að það hafi verið bras að losa hvalinn af stefninu. Hjólagrafa var fengin til verksins en það gekk ekki betur en svo að stroffan slitnaði. „Það endaði með því að þeir settu landfestartóg úr skipinu og notuðu landfestarspilin í skipinu, s