Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa átt í óformlegu samtali um sameiningu síðan í fyrrasumar. Nú hefur tillaga um formlegar viðræður verið samþykkt eftir tvær umræður í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga. VILJA STYRKJA SVEITARFÉLÖGIN TIL AÐ GETA VEITT BETRI ÞJÓNUSTU „Það var skipuð sameiningarnefnd sem tekur til starfa bráðlega. Nú þurfum við að kafa dýpra í hvort þessi sameining sé vænleg eða ekki,“ segir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, oddviti Dalabyggðar.Hún segir að sveitarfélögin eigi margt sameiginlegt. Bæði séu þau sauðfjárræktarhéruð og stjórnsýsla þeirra ákaflega lík. Fjárhagsstaða kalli ekki á sameiningu, sveitarfélögin séu vel rekin og standi vel.Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi yrðu um 1.870. Það búa um 1.200 í Húnaþingi vestra og 670 í Dalabyggð. „Við erum