Vinir Sean Bradley á Íslandi segja margt dularfullt við hvarf hans og kalla eftir frekari svörum um örlög hans. Fjallað er um málið í nýrri þáttaröð Þetta helst á Rás 1 sem nefnist Ráðgátan um horfna fiðluleikarann.Sean kom til Íslands á níunda áratugnum eftir að hafa verið boðin staða annarrar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann fluttist til landsins ásamt þáverandi eiginkonu sinni, víóluleikaranum Önnu Maguire, sem einnig var ráðin til sveitarinnar. ÁTTI GLÆSTAN FERIL AÐ BAKI Hæfileikar Sean Bradley og næmni fyrir tónlist duldust engum sem heyrðu hann spila. Hann hafði fengið stíft tónlistaruppeldi í æsku og móðir hans hafði háleita drauma um framtíð hans sem fiðluleikara. Hann menntaði sig við konunglegu tónlistarakademíuna í London sem síðar opnaði fyrir hann ýmsar dyr. Á löngu