Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Íranir gera Trump gagntilboð um kjarnorkusamning

Íranir tilkynntu í gær að þeir hygðust gera Bandaríkjunum gagntilboð um nýtt kjarnorkusamkomulag eftir að Bandaríkjamenn gerðu tilboð sem stjórnvöld í Teheran töldu óásættanlegt.Donald Trump Bandaríkjaforseti segir enn standa til að halda áfram samningaviðræðum ríkjanna um kjarnorkuáætlun Írans. Enn hafi þó ekki náðst nein sátt um stærsta ágreiningsmálið, hvort Íran fái samkvæmt samkomulaginu að auðga úran eða ekki.„Þeir eru bara að biðja um hluti sem maður getur ekki gert,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu. „Þeir vilja auðgun. Við getum ekki haft auðgun.“Íranir sitja fastir við sinn keip um að þeir afsali sér ekki rétti til að auðga úran samkvæmt neinu samkomulagi. Þeir segja kjarnorkuáætlun sína þjóna friðsamlegum tilgangi en Bandaríkjastjórn óttast að þeir muni þróa kjarnorkuvop

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera