Háttsettum Bandidos-mótorhjólamönnum var nýverið snúið við á landamærunum, eftir að lögreglan á Suðurnesjum fékk upplýsingar um þá í gegnum farþegalista flugfélaganna og systurstofnanir lögreglunnar erlendis. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mikilvægt að geta nálgast upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands. Frumvarp um farþegalista varð að lögum í síðustu viku. Þau gera öllum flugfélögum skylt að afhenda stjórnvöldum lista yfir farþega sem koma til landsins. Hingað til hafa stjórnvöld getað fengið upplýsingar um 93 prósent farþega, þar sem nokkur flugfélög hafa neitað að afhenda upplýsingarnar. Lögreglan á Suðurnesjum, sem sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli, segir að mikilvægt hafi verið að stoppa í þetta gat. UPPLÝSINGAÖFLUN EITT MIKILVÆGASTA VERKFÆRIÐ „Það e