Hæstiréttur Brasilíu skipaði í gær rannsókn á Eduardo Bolsonaro, syni fyrrverandi forsetans Jairs Bolsonaro, fyrir að reyna að fá Bandaríkin til að hefja efnahagsþvinganir gegn embættismönnum í stjórn núverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva.Eduardo Bolsonaro flutti til Washington í febrúar og hóf þar herferð til að afla föður sínum stuðnings meðal bandarískra ráðamanna. Jair Bolsonaro er bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og aðhyllist svipaða stjórnmálastefnu.Jair Bolsonaro tapaði endurkjöri fyrir Lula da Silva í forsetakosningum árið 2022 en neitaði að viðurkenna ósigur og reyndi að fá niðurstöðunni hnekkt með ýmsum leiðum. Stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið og hæstaréttinn í höfuðborginni Brasilíu í janúar 2023 til að mótmæla niðurstöðunni.Atvikinu og aðdraganda þess