Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sofa í tjöldum til að forðast áreiti í neyðarskýlum

Frú Ragnheiður og staðbundna neyslurýmið Ylja auglýsa eftir tjöldum fyrir heimilislausa notendur úrræðanna, sem kjósa í auknum mæli að sofa úti á sumrin til að forðast áreitni í neyðarskýlum borgarinnar.Notendum skaðaminnkandi úrræða Rauða krossins hefur farið fjölgandi eftir því sem líður á árið. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, vonar að ekki þurfi að skerða þjónustuna í sumar. Bíll Frú Ragnheiðar verður á ferðinni í sumar og þjónusta neyslurýmisins Ylju verður líka opin, svo lengi sem tekst að manna vaktir.Í júní, júlí og ágúst mun Ylja bjóða upp á grill síðasta föstudag í mánuði, milli klukkan 12 og 14 í bakgarði aðstöðunnar í Borgartúni.Hluti af undirbúningi fyrir sumarið felst í að bæta lagerstöðu Frú Ragnheiðar. Óskað

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera