Rússar héldu áfram stórtækum drónaárásum á Úkraínu í nótt. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum kemur fram að gerðar hafi verið árásir með 355 drónum. Ekki hafa verið gerðar fleiri drónaárásir á einni nóttu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Þrettán voru drepin í árásunum.Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í morgun að árásirnar væru nauðsynlegar til að verja landið, og væru andsvar við árásum Úkraínumanna. Hann gerði annars lítið úr ummælum Bandaríkjaforseta um rússneskan kollega sinn.Trump sagði þá að eitthvað hefði greinilega komið fyrir Vladimír Pútín.„Mér hefur alltaf samið vel við hann,“ sagði Trump um Pútín við blaðamenn í gær. „En hann er að skjóta eldflaugum á borgir og drepa fólk. Við erum í miðjum viðræðum og hann skýtur