Maður grunaður um fíkniefnasölu flúði undan lögreglu á hlaupahjóli. Lögreglumenn eltu manninn uppi og reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna á sér og töluverða fjármuni. Maðurinn reyndist ekki vera með fullnægjandi skilríki og var vistaður í fangaklefa.