Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Trump segir Pútín genginn af göflunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í dag afar óánægður með starfsbróður sinn í Rússlandi, Vladímír Pútín, vegna fjölda loft- og drónaárása sem gerðar voru á Úkraínu um helgina. Að minnsta kosti tólf manns fórust í Úkraínu vegna árása Rússa í dag og í gær.„Mér hefur alltaf samið vel við hann,“ sagði Trump um Pútín við blaðamenn. „En hann er að skjóta eldflaugum á borgir og drepa fólk. Við erum í miðjum viðræðum og hann skýtur eldflaugum á Kænugarð og aðrar borgir. Ég er alls ekki ánægður.“„Ég hef alltaf átt í mjög góðu sambandi við Vladímír Pútín frá Rússlandi, en eitthvað hefur komið fyrir hann,“ skrifaði Trump síðar um daginn í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. „Hann er orðinn algjörlega KLIKKAÐUR! Ég hef alltaf sagt að hann vilji ALLA Úkraínu, en ekki bara hluta af henni,

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera