Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Skriður við strandstað í Noregi

Skriður féllu í gær í Þrándheimsfirði í Noregi í nokkurra metra fjarlægð frá staðnum þar sem gámaflutningaskip strandaði í bakgarði húss á fimmtudag. Fjögur heimili hafa verið rýmd. Svo virðist vera sem los hafi komið á jarðveginn við höggið frá strandinu.NRK, norska ríkisútvarpið, hefur eftir tæknistjóra bæjarfélagsins að stöðugt sé fundað með lögreglu og jarðfræðingum.Skriðurnar voru 10 til 50 metra breiðar. Meðal þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt er íbúi hússins sem flutningaskipið lenti næstum því á.Jarðfræðingar hafa kortlagt svæðið til að meta hættu á frekari skriðum. Gámaskipið er 135 metra langt.EPA-EFE / JAN LANGHAUG

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera