Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið afrit af gögnum RÚV í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklum gagnastuldi úr kerfum sérstaks saksóknara og njósnum fyrir rúmum áratug. Ekki hafa verið teknar skýrslur í málinu. „Það eru að færast inn frekari gögn til okkar sem við erum að yfirfara og skipulagning í gangi. Og bara miðar ágætlega áfram,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.„Það er heilmikil gagnavinna í þessu, að tryggja þau gögn sem við þurfum og komast yfir þau,“ segir Jón Gunnar. HAFA EKKI RÆTT VIÐ JÓN ÓTTAR Lögreglan á Suðurlandi hóf rannsóknina fyrir tæpum tveimur vikum eftir umfjöllun Kveiks og Kastljóss um lögreglumennina fyrrverandi, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund Hauk Gunnarsson heitinn, og fyrirtæki þeirra PPP. Þeir sinntu rannsóknum hjá sérstökum