Einkaflugvél, sem getur borið allt að tíu farþega, hrapaði í íbúðahverfi í San Diego í morgun. Eldur kviknaði í 15 húsum. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að nokkrir hafi fundist látnir. Beðið er upplýsinga um hversu margir voru um borð í flugvélinni. Svo virðist sem fólk á jörðu niðri hafi sloppið við alvarleg meiðsli.