Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Íhuga aðgerðir vegna áhugaleysis stjórnvalda á stöðu ræstingarfólks

Formaður Eflingar segir áhugaleysi hjá stjórnvöldum að bæta stöðu starfsfólks ræstingarfyrirtækja. Fjársýsla ríkisins og Reykjavíkurborg hafi nýverið endurnýjað samninga við ræstingarfyrirtæki sem virði ekki kjarasamninga. Efling íhugi að grípa til aðgerða.Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar lögðu fram tillögur um breytingar á útvistun ræstinga hjá hinu opinbera á fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í febrúar. Megininntak tillagnanna er að ríkið hætti útvistun eða dragi verulega úr henni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir engar úrbætur hafi verið gerðar til að bæta stöðu starfsfólks ræstingarfyrirtækja.„Það er algjörlega ömurlegt og á þessum tímapunkti get ég ekki annað en túlkað það sem svo að þarna sé enn einn

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera