Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Stjórnarandstaðan að ganga erinda sérhagsmuna“

„Þetta mál var farið að snúast meira um formið en efnið,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), og segir niðurstöðuna því ekki óvænta að öllu leyti. FA leggi áherslu á efni lagabreytinganna og áhrif þeirra á íslenskt viðskiptalíf og íslenskan almenning, fremur en hvort vinnan við þau hafi staðist lagaákvæði stjórnarskrár.Ólafur segir að með dóminum opnist gluggi þar sem fyrirtæki fari örugglega í kapphlaup við að klára samruna. „Við gætum horft fram á að til dæmis stærstu framleiðendur og innflytjendur svínakjöts rynnu saman í eitt fyrirtæki, sem væri eitthvað sem væri ekki látið viðgangast í neinu af okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Það sama ætti við um fyrirtæki sem slátri og vinni úr afurðum á nautum og sauðfé.Með lögunum er búið að búa til tvær stéttir

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera