Karlmaður hefur verið handtekinn eftir hnífstungu í Úlfarsárdal síðdegis. Einn var fluttur á slysadeild eftir árásina. Ekki er ljóst hversu alvarlegir áverkar hans eru.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra eru á vettvangi og hafa lokað götu í hverfinu vegna rannsóknar.Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins á frumstigi.Fréttin hefur verið uppfærð.