Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stærri fjárfestar fengu aðeins 3,7 milljarða í Íslandsbanka

Langflestir sem skráðu sig fyrir hlut í Íslandsbanka í nýafstöðnu útboði stóðu við tilboð sitt. 31.020 einstaklingar hafa nú fengið afhenta hluti í bankanum.Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að tilboð einstaklinga í tilboðsbók A námu 88,2 milljörðum króna. Nú þegar greiðslufrestur er liðinn og að teknu tilliti til aðlögunar og leiðréttingar nam upphæð hlutanna sem búið er að afhenda 86,9 milljörðum króna. Tæplega 816 milljón hlutum hefur því verið úthlutað til 31.020 einstaklinga.Allur eftirstandandi hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur í útboðinu, eða 45,2%. Útboð ríkisins á fimmtungshlut í bankanum hófst þriðjudaginn 13. maí. Heimild var til þess að stækka útboðið og fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti 15. maí að allur hlutur bankans yrði seldur. Ákvörðuni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera