Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað meginvexti um 25 punkta en tekur fram að óvissa um verðbólguhorfur sé áfram mikil og ný spá gerir núna ráð fyrir að hún muni haldast nálægt fjögur prósent út þetta ár. Ekki hafa því aðstæður skapast þannig að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar.