Innviðaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Stöðvarskylda verður innleidd á ný og bílstjórum gert að skrá allar ferðir sínar rafrænt. Ráðherra segir að traust almennings til leigubílstjóra hafi algjörlega hrunið og við því verði að bregðast.Leigubílamarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum eftir að lögum var breytt árið 2022. Þá voru takmarkanir á fjölda leigubílaleyfa afnumdar og veitt undanþága frá stöðvarskyldu.Spegillinn hefur áður fjallað um ástandið á leigubílamarkaði meðal annars við Leifsstöð þar sem um 100 bílstjórar hafa gerst uppvísir að ýmiss konar brotum. Þá hafa minnst sex bílstjórar verið sviptir leyfi frá því nýju lögin tóku gildi. Í mars var leigubílstjóri dæmdur ásamt vini sínum fyrir nauðgun. Báðir m