Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð vegna farþegaskips sem tók niðri við Ögur í Ísafjarðardjúpi. 47 eru um borð í skipinu en ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki né að leki hafi komið að skipinu.Þrjú björgunarskip frá Ísafirði, Bolungarvík og Súðavík eru á staðnum og allar björgunarsveitir í Ísafjarðardjúpi hafa verið kallaðar út.Þá hafa tvær þyrlur og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar verið kallaðar út. Varðskipið Þór var einnig kallað út en sú beiðni hefur verið afturkölluð að sögn Ásgeirs Erlendssonar, samskiptastjóra Landhelgisgæslunnar.Til stendur að koma fólki í land í Ögri áður en skipið verður dregið til hafnar í Ísafirði.Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir að ekki sé talið að mikil hætta sé á ferð. Aðstæður séu góðar til björgunaraðgerða þrátt fyrir mikla