FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar.