Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hræódýr vara gefur vísbendingu um skaðleg efni

Ísak Sigurjón Bragason, teymisstjóri efnamála hjá Umhverfis- og orkustofnun, segir það ekki koma á óvart að 71% vara sem keyptar eru í gegnum netmarkaðstorg á borð við Shein og Temu innihaldi skaðleg efni sem bönnuð eru innan EES-landa, eins og niðurstöður nýrrar norrænnar rannsóknar sýna.Íslensk stjórnvöld skoða aðgerðir til höfuðs skaðlegum efnum í vörum frá Temu og Shein. Um er að ræða ódýrar vörur, svo sem raftæki, leikföng með mjúku plasti og ódýra skartgripi, sem keyptar eru inn frá þriðja landi og sendar beint til evrópskra neytenda.Fjöldi sendinga frá verslunum líkt og Shein og Temu hefur meira en þrefaldast frá árinu 2022 en rannsóknir hafa sýnt að stór hluti þessara vara uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til öryggis, heilsu, umhverfis og sjálfbærni.Niðurstöður rannsóknarin

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera