Loftslagsfyrirtækið Climeworks, sem er með tvö loftsuguver í jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði, stefnir á umfangsmiklar hópuppsagnir. Þetta kom fram í viðtali við svissneska ríkissjónvarpið SFR í kvöldfréttum á miðvikudag. Þar viðurkenndi annar stofnandi fyrirtækisins, Jan Wurzbacher, enn fremur að föngunartölur fyrirtækisins væru vandamál og kenndi verðuraðstæðum á Íslandi um, þar sem eitt þekktasta loftsuguver heimsins er staðsett. Umfjöllun svissnesku...