Ýmsir annmarkar eru á útboði sjúkraflugs. Yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri óttast afturför í þjónustunni. NORLANDAIR TEKUR VIÐ SJÚKRAFLUGI UM ÁRAMÓT Frá 2006 hefur flugfélagið Mýflug annast sjúkraflug hér á landi. Fyrr í sumar var flugið boðið út og tvö félög sóttu um það – Mýflug og Norlandair. Norlandair bauð lægra og hefur verið samþykkt að félagið sjái um sjúkraflug frá næstu áramótum í þrjú til fimm ár. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs, segir líkur á að félagið hætti starfsemi um áramótin enda sinni það fáu öðru en sjúkraflugi. ANNMARKAR Á ÚTBOÐINU Björn Gunnarsson, yfirlæknir sjúkraflugs á Akureyri segir ýmsa annmarka á útboðinu. „Við höfum verið að ræða þetta okkar á milli, þessi hópur sem starfar við sjúkraflug og við höfum áhyggjur af því að í þeim tilfellum se