Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Verðlaunafé tvöfaldað til höfuðs sjö strokufanga

Bandaríska alríkislögreglan hefur tvöfaldað verðlaunafé sem fellur í skaut þeim sem upplýsir um dvalarstað sjö refsifanga sem struku úr fangelsi í New Orleans, úr fimm í tíu þúsund dali.Skjáskot úr öryggismyndavél sem sýnir flótta fanganna.Skjáskot / APTíu föngum tókst að flýja með því að gera gat á fangelsisvegginn aðfaranótt föstudags en þrír náðust fljótlega. Allir eru taldir vopnaðir og hættulegir enda voru þeir dæmdir fyrir ofbeldisbrot og minnst einn fyrir manndráp.Alríkislögregluna grunar að einhver eða einhverjir veiti mönnunum skjól og segir viðkomandi mega búast ákæru fyrir það. Einnig leikur grunur á að þeir hafi fengið aðstoð starfsfólks fangelsisins við flóttann.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera