Sjö fangar leika lausum hala í New Orleans í Bandaríkjunum eftir að hafa gert gat í vegg fangelsisins í fyrrinótt. Þrír aðrir hafa þegar verið handteknir. Alríkislögreglan aðstoðar við leitina.Lögreglan í New Orleans hefur varað við því að mennirnir séu taldir vopnaðir og hættulegir. Þeir voru allir ákærðir fyrir ofbeldisbrot og að minnsta kosti einn þeirra var sakfelldur fyrir manndráp.Grunur leikur á að þeir hafi fengið hjálp ýmist að utan eða jafnvel frá starfsfólki í fangelsinu.Susan Hutson, lögreglustjóri í New Orleans, sagði á blaðamannafundi að mennirnir hefðu rifið klósett frá vegg í fangaklefa. Þannig hafi þeir komist í rými sem annars væri óaðgengilegt fyrir fanga og þaðan úr fangelsinu, yfir steyptan vegg við lóðarmörkin og út í nóttina.Starfsmaður sem fylgdist með efni úr eftir