Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Gleðin við völd í fyrsta Hamingjuhlaupinu

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hinsegin fordómum og af því tilefni var fyrsta Hamingjuhlaupið ræst fyrir hádegi. Margir lögðu leið sína í Elliðaárdal í morgun til að taka þátt og var hlaupið ræst klukkan 11:00. Páll Óskar skemmti hlaupurum.Samtökin 78 standa að skipulagningu viðburðarins og var hægt að hlaupa frá þremur til 7,8 kílómetra. Verðlaun voru veitt í kvennaflokki, karlaflokki og kváraflokki. Þá var einnig keppt í fimmtíu metra hlaupi á hælaskóm, þar sem verðlaunað var bæði fyrir besta tímann og fyrir tígulegustu tæknina.Í kvöld stendur svo til að veita Herði Torfasyni heiðursmerki félagsins við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í Reykjavík.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera