Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sala bíómiða ekki dregist meira saman síðan í heimsfaraldrinum

Færri keyptu aðgöngumiða í kvikmyndahús á liðnu ári en árið áður samkvæmt gögnum Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar, EAO.Færri keyptu sér miða í bíó í fyrra en árið áður.Örvarpið / Guðmann Thor BjargmundssonFrá þessu var greint á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum EAO dróst sala bíómiða saman um 8,8% prósent, sem samsvarar um 500 milljónum miða. Að sögn EAO hefur viðlíka lækkun ekki sést síðan í heimsfaraldrinum.Aðsókn í kvikmyndhús á heimsvísu var á síðasta ári 68 prósent af því sem hún var árið 2019. Staðan er ögn betri í Evrópu þar sem miðasala á liðnu ári var 1,7 prósenti lægri en árið áður. Sala á bíómiðum í Kína féll hins vegar um 22 prósent milli ára.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera