Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Strætó hættir að taka á móti reiðufé

Frá og með 1. júní verður ekki lengur hægt að staðgreiða fargjöld með reiðufé um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Áfram verður hægt að borga með reiðufé eða greiðslukorti í strætó á landsbyggðinni.Einnig verður áfram hægt að kaupa fargjöld með reiðufé í móttöku Strætó, Hesthálsi 14.Í tilkynningu frá Strætó segir að úrval greiðslumöguleika hafi aukist, nú er til dæmis hægt að greiða snertilaust með greiðslukorti um borð í öllum vögnum innan höfuðborgarsvæðisins. Eins og er greiða einungis 2,3% viðskiptavina Strætó fargjald með reiðufé.Innleiðing snertilausra greiðslna í strætó tók töluverðan tíma en hefur verið möguleg frá því í desember. Þá hefur innleiðing Klapp-appsins ekki gengið snurðulaust fyrir sig en nú geta notendur Strætó nálgast rauntímaupplýsingar um ferðir sínar á Google Map

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera