Rúmlega eitt hundrað eru á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri og bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Tæplega 700 eru á biðlista og hafa aldrei verið fleiri. Stefnt er að því að fjölga rýmum um rúmlega 100 á þessu ári en þeim fjölgaði ekki nema um 40 á árunum 2017 til 2024.Alma Möller heilbrigðisráðherra segir að uppbygging verði að ganga hraðar, en gert er ráð fyrir rúmlega 100 hjúkrunarrýmum á þessu ári og 600 á kjörtímabilinu. „Það er of löng bið eftir hjúkrunarheimili og yfirvöld hafa ekki haldið í við þörfina en ríkisstjórnin ætlar að gera betur og það er meðal áherslumála þjóðarátak í umönnun eldra fólks og á aldeilis að spýta í lófana varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimila,“ segir Alma.Tæplega 3000 hjúkrunarrými eru á landinu en gert er ráð fyrir að bæta við tæplega 200 á næstu